Stafa og myndaspil
5.900 kr.
Stafa og myndaspilin innihalda 98 spil sem skiptast í:
32 hástafa spil,
32 lágstafa spil,
32: myndaspil,
2 stafrófsspil.
Spil með íslenska stafrófinu í há- og lágstöfum. Myndir með orðum þar sem ekkert af orðunum inniheldur sama stafinn tvisvar og er því hægt að stafa það sem er á myndinni með stafrófsspilunum.
Skemmtileg og þroskandi leið til að þess að læra stafina og stafa orð.
Spilin koma í veglegum kassa til að geyma spilin í á milli leikja.
Engar ákveðnar leikreglur heldur hægt er að nota ímyndunaraflið til þess að útbúa skemmtilega leiki til að læra stafina og æfa sig að stafa orð. Sem dæmi er hægt að æfa sig að raða stöfunum eða myndunum í stafrófsröð, tengja saman há- og lágstafi eða stafa orðin á myndaspjöldunum.