Skilmálar og skilyrði

Með því að versla við Memore.is samþykkir þú eftirfarandi skilmála

Verð
Öll verð eru í íslenskum krónum og með 24% virðisaukaskatti. Pantanir með heimsendingu eru sendar heim að dyrum eða á næsta Dropp afhendingarstað, eftir því hvaða sendingarmáti er valinn.

Greiðsla
Allar pantanir skulu vera greiddar með greiðslukorti.

Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar, Memore fær því aldrei kortaupplýsingar kaupenda.

Afhending
Sendingakostnaður innan Íslands er frá 990.- – 1690.- eftir því hvort valið er að sækja á einn af afhendingarstöðum Dropp eða fá sent heim að dyrum og hvar á landinu móttakandi er. Einnig er hægt að sækja til okkar skv. samkomulagi.
Kaupandi ber ábyrgð á að ganga úr skugga um að gefa upp rétt heimilisfang við pöntun.
Kaupandi fær skilaboð í tölvupósti þegar við afgreiðum vöruna frá okkur.

Hægt er að sækja vörur í póstnúmer 110, Rvk sé þess óskað og greiðist ekkert gjald fyrir það, afhendingartími til að sækja er samningsatriði hverju sinni.

Upplýsingar viðskiptavina
Við pöntun fyllir kaupandi út upplýsingar s.s.nafn, tölvupóstfang og heimilisfang. Við pöntun samþykkir kaupandinn að þessar upplýsingar fari í viðskiptavinagagnagrunn okkar. Memore.is ábyrgist að farið sé með þessar upplýsingar sem trúnaðarmál og þær verði ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Vöruskil
Skilafrestur er 14 dagar frá kaupum. Vöru fæst aðeins skilað sé hún ónotuð og í upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Tilkynna skal vöruskil á memore@memore.is. Boðið er upp á endurgreiðslu eða vöruskipti. Endurgreiðsla er gerð í sama formi og greitt var fyrir vöruna og aðeins er endurgreitt til þess aðila er upphaflega greiddi fyrir vöruna. Sá sem fær vöru að gjöf getur því aðeins krafist vöruskipta en ekki endurgreiðslu. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru er gefin út inneignarnóta eftir að varan er móttekin. Inneignin er í formi kóða sem hægt er að nýta í vefverslun Memore.is Athugið kaupandi ber ábyrgð á sendingunni þar til hún hefur borist Memore. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur. Vinsamlegast sendið tölvupóst á memore@memore.is áður en vöru er skilað.

Kvartanir
Sé varan gölluð eða kaupandi á einhvern hátt óánægður með kaupin hvetjum við kaupanda til að hafa samband við okkur svo við getum leyst málið í sameiningu. Sé gallaðri vöru skilað fæst sendingarkostnaður endurgreiddur. Það er okkur mikilvægt að viðskiptavinir okkar séu ánægðir og því hvetjum við viðskiptavini okkar til að hafa samband telji þeir að vara eða þjónusta hafi verið ófullnægjandi.
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við meðfylgjandi sendingarkostnað sem um ræðir, eða endurgreiðum vöruna ef þess er krafist.
Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup.

Aðrar spurningar
Ef þú hefur fleiri spurningar, ekki hika við að hafa samband.
Sendu tölvupóst á memore@memore.is.

Fyrirvari
Allar upplýsingar og verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og myndbrengl. Memore áskilur sér rétt til þess að hætta við pöntun komi í ljós að varan hafi verið vitlaust verðmerkt eða uppseld. Í þeim tilfellum fær viðskiptavinur endurgreitt. Memore áskilur sér rétt til að hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Persónuupplýsingar
Fullum trúnaði er heitið vegna persónuupplýsinga. Memore mun ekki í neinum tilvikum veita þriðja aðila persónuupplýsingar viðskiptavina sinna.

Póstlisti
Allir þeir sem versla hjá memore.is eru sjálkrafa skráðir á póstlista en hægt er að afskrá sig hvenær sem er

Lög og varnarþing
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netversluninni Memore.is á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

Shopping Cart
Scroll to Top
Scroll to Top